Ráðgjöf og þjálfun

Sérfræðingar Hreinlætislausna veita faglega ráðgjöf um hreinlæti í matvælavinnslum, en rétt vinnubrögð og rétt notkun hreinsiefna eru lykilatriði í matvælaframleiðslu. Þá er mikilvægt að vinna gegn smitleiðum í framleiðslunni til þess að koma í veg fyrir krossmengun í matvælum og koma í veg fyrir bakteríu- og veirusmit. Sérfræðingar okkar fara yfir alla snertifleti í vinnslunni og setja upp þrifaáætlun og fara yfir vinnuferla með viðskiptavinum okkar.

Starfsmenn Hreinlætislausna búa yfir áratuga reynslu og aðstoða með val á efnum og veita ráðgjöf varðandi þrif og notkun, þar sem rétt notkun þeirra skiptir höfuðmáli.

Sérstök áhersla er lögð á að veita góða þjónustu, bjóða upp á kennslu og fræðslu og framkvæma auk þess þrifaúttektir fyrir viðskiptavini þegar þess er óskað.

HORECA – Matvælaöryggi

EldhusnetÍ umhverfi okkar er fjöldinn allur af bakteríum og því er afar mikilvægt að halda yfirborði, áhöldum og ekki síst okkur sjálfum ávallt tandur hreinum. Sérfræðingar Hreinlætislausna veita ráðgjöf varðandi þrif, val á hreinsiefnum og aðferðum sem henta hverjum stað, en rétt vinnubrögð og rétt notkun hreinsiefna eru lykilatriði í matvælaframleiðslu.

Þá er mikilvægt að vinna gegn smitleiðum í framleiðslunni til þess að koma í veg fyrir krossmengun í matvælum og koma í veg fyrir bakteríu- og veirusmit. Við matreiðslu getur verið gagnlegt að hafa t.d. Pro-Clean pinna við höndina til þess að fylgjast með árangri þrifa o.fl.

Sérstök áhersla er lögð á að veita góða þjónustu, bjóða upp á kennslu og fræðslu og framkvæma auk þess þrifaúttektir fyrir viðskiptavini þegar þess er óskað.

Sjávarútvegurinn

SjavarutvegurVið hjá Hreinlætislausnum leggjum mikla áherslu á að þjónusta sjávarútveginn, hvort sem það er hreinlæti um borð í fiskiskipum eða fiskvinnslum í landi. Við höfum hreinlætislausnir og hreinsiefni fyrir fiskvinnslufyrirtæki og útgerðir, auk þess höfum við áratuga reynslu og veitum sérfræðiráðgjöf og þjálfun þar sem við á.

Sápurnar frá ITRAM hafa fengið góðar viðtökur enda stendur ITRAM framarlega í vöruþróun, býður upp á mikinn stuðning og breiða vörulínu. Efnin frá ITRAM innihalda EKKI fjórgild ammoníumsambönd og fara vel með starfsfólk. Ensím sápurnar eru sérhannaðar til að fjarlægja biofilmu, en með því að fjarlægja biofilmuna er unnt að forðast örveruskot sem verður ef biofilman springur. Sápurnar eru með pH gildi 7 og mega því fara á alla fleti, þar með talið viðkvæma málma. Sápuna er unnt að fá bæði fyrir opna fleti og lokuð kerfi.

Að sjálfsögðu leggjum við mikla áherslu á að veita ávallt úrvals þjónustu, auk þess að útbúa þrifaplön, bjóða upp á kennslu og fræðslu og framkvæma þrifaúttektir fyrir viðskiptavini.