Heim

Við bjóðum hágæða hreinsilausnir fyrir matvælavinnslur, fiskiskip, fiskeldisstöðvar, sundlaugar o.fl. Við leggjum áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina okkar.  Við útbúum þrifaáætlanir og sinnum reglulegu eftirliti, fræðslu og ráðgjöf til viðskiptavina okkar varðandi óhreindi í opnum eða lokuðum kerfum. Rétt vinnubrögð og rétt noktun hreinsiefna eru lykilatriði.

Vöruframboð okkar samanstendur af nokkrum þáttum:

 • Sápur og sótthreinsar fyrir matvælavinnslur og til persónulegs hreinlætis.
 • Rannsóknarvörur fyrir rannsóknarstofur og matvælavinnslur til að fylgjast með gæðum framleiðslu og hreinlæti á vinnslustað.
 • Tól og tæki.
  • Margskonar kvoðutæki.
  • Kassa/karaþvottavélar, öryggishlið og hnífaþvottavélar.
  • Öryggisbúnaður.
  • UVC ljós til sótthreinsunar.
 • Einnota hlífðarbúnaður.
 • Plastvörur fyrir málmleitartæki.
 • Eftirlit og ráðgjöf.

Sendið okkur fyrirspurn eða sláið á þráðinn og við leysum úr vanda ykkar fljótt og vel.

HL logo S