Gæðastefna

Við hjá Hreinlætislausnum leggjum okkur fram um að selja gæðavörur og vottaðar lausnir.  Við leggjum áherslu á að velja öfluga birgja sem bjóða vandaðar vörur.

Við tryggjum gæði og framþróun í þjónustu með stöðugum umbótum á stöðluðum, einföldum og hagkvæmum lausnum og vinnuferlum fyrir viðskiptavini og samstarfsfélaga.  Þjónusta félagsins og vörumeðhöndlun er í samræmi við skilgreinda verkferla og vinnureglur.

Við leggjum mikið upp úr fræðslu og kennslu fyrir viðskiptavini til að tryggja rétta meðhöndlun á þeim vörum og lausnum sem við seljum.

Félagið starfar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir og uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru af viðskiptavinum, yfirvöldum og hagsmunaðilum.