Ensímsápur

Sápurnar frá ITRAM hafa fengið afar góðar viðtökur, en ITRAM stendur framarlega í vöruþróun, býður upp á mikinn stuðning og breiða vörulínu. ITRAM vörurnar henta afar vel fyrir fisk- og kjötvinnslur og alls staðar þar sem matvara er meðhöndluð.

Hreinlætislausnir hafa um nokkurt skeið selt ensímsápur frá fyrirtækinu ITRAM á Spáni. Ensímsápurnar eru ætlaðar til að losna við biofilmu og hafa reynst gríðarlega vel. Í framhaldi af frábærum viðtökum við ensímsápunum hafa Hreinlætislausnir  nú aukið vöruvalið frá ITRAM og selja nú sápur frá ITRAM fyrir öll dagleg þrif matvælafyrirtækja, froðueyði og sótthreinsi. ITRAM vörurnar voru valdar að vel athuguðu máli, en þær innihalda ekki fjórgild ammoníumsambönd. Hafið samband við ráðgjafa okkar eða leitið frekari upplýsingar á slóðinni  http://www.itramhigiene.com/en/

Biosapur