RBT – Residual Barrier Technology

Sótthreinsir fyrir DIS kerfi sem eyðir örverum, sveppagróðri, þörungum og bakteríum úr leiðslum og af yfirborði vinnslukerfa og gólfflata.

RBT eykur öryggi, hreinlæti, líftíma, minnkar rekstrarkostnað og sparar tíma við þrif.

Sleipt eða hált yfirborð getur valdið slysum í vinnslusölum eða á baðstöðum. Slím og sveppagróður veldur því að gólf getur orðið hált og hættulegt. Með RBT tækninni má koma í veg fyrir að örverugróðurinn fái tækifæri til þess að menga yfirborðið. Á þann hátt eykur þú öryggi starfsmanna eða gesta, gólfin verða hreinni og endast lengur. Þar að auki minnkar rekstrarkostnaður og tími við þrif styttist.

RBT tæknin hefur verið notuð á áhrifaríkan hátt við sótthreinsun á íþróttamannvirkjum og leikvöllum svo nokkuð sé nefnt, en hentar einnig vel á trégólf. Á gerfigrasi og gúmmígólfum vill oft safnast þörungagróður sem gerir yfirborðið sleipt og hættulegt. Með því að úða RBT yfir svæðið má koma í veg fyrir slys.

RBT drepur örverur en er algjörlega skaðlaust fyrir menn og dýr. Það er hættulaust fyrir notendur og er vottað af breska Umhverfisráðuneytinu. Það eyðir biofilmu og viðheldur yfirborðinu hreinu og án örvera í vikur og jafnvel mánuði eftir notkun.

rbt logo

 

Ensímsápur

Sápurnar frá ITRAM hafa fengið afar góðar viðtökur, en ITRAM stendur framarlega í vöruþróun, býður upp á mikinn stuðning og breiða vörulínu. ITRAM vörurnar henta afar vel fyrir fisk- og kjötvinnslur og alls staðar þar sem matvara er meðhöndluð.

Hreinlætislausnir hafa um nokkurt skeið selt ensímsápur frá fyrirtækinu ITRAM á Spáni. Ensímsápurnar eru ætlaðar til að losna við biofilmu og hafa reynst gríðarlega vel. Í framhaldi af frábærum viðtökum við ensímsápunum hafa Hreinlætislausnir  nú aukið vöruvalið frá ITRAM og selja nú sápur frá ITRAM fyrir öll dagleg þrif matvælafyrirtækja, froðueyði og sótthreinsi. ITRAM vörurnar voru valdar að vel athuguðu máli, en þær innihalda ekki fjórgild ammoníumsambönd. Hafið samband við ráðgjafa okkar eða leitið frekari upplýsingar á slóðinni  http://www.itramhigiene.com/en/

Biosapur