Blog

Ráðgjöf og þjálfun

Sérfræðingar Hreinlætislausna veita faglega ráðgjöf um hreinlæti í matvælavinnslum, en rétt vinnubrögð og rétt notkun hreinsiefna eru lykilatriði í matvælaframleiðslu. Þá er mikilvægt að vinna gegn smitleiðum í framleiðslunni til þess að koma í veg fyrir krossmengun í matvælum og koma í veg fyrir bakteríu- og veirusmit. Sérfræðingar okkar fara yfir alla snertifleti í vinnslunni og setja upp þrifaáætlun og fara yfir vinnuferla með viðskiptavinum okkar.

Starfsmenn Hreinlætislausna búa yfir áratuga reynslu og aðstoða með val á efnum og veita ráðgjöf varðandi þrif og notkun, þar sem rétt notkun þeirra skiptir höfuðmáli.

Sérstök áhersla er lögð á að veita góða þjónustu, bjóða upp á kennslu og fræðslu og framkvæma auk þess þrifaúttektir fyrir viðskiptavini þegar þess er óskað.

HORECA – Matvælaöryggi

EldhusnetÍ umhverfi okkar er fjöldinn allur af bakteríum og því er afar mikilvægt að halda yfirborði, áhöldum og ekki síst okkur sjálfum ávallt tandur hreinum. Sérfræðingar Hreinlætislausna veita ráðgjöf varðandi þrif, val á hreinsiefnum og aðferðum sem henta hverjum stað, en rétt vinnubrögð og rétt notkun hreinsiefna eru lykilatriði í matvælaframleiðslu.

Þá er mikilvægt að vinna gegn smitleiðum í framleiðslunni til þess að koma í veg fyrir krossmengun í matvælum og koma í veg fyrir bakteríu- og veirusmit. Við matreiðslu getur verið gagnlegt að hafa t.d. Pro-Clean pinna við höndina til þess að fylgjast með árangri þrifa o.fl.

Sérstök áhersla er lögð á að veita góða þjónustu, bjóða upp á kennslu og fræðslu og framkvæma auk þess þrifaúttektir fyrir viðskiptavini þegar þess er óskað.

Sjávarútvegurinn

SjavarutvegurVið hjá Hreinlætislausnum leggjum mikla áherslu á að þjónusta sjávarútveginn, hvort sem það er hreinlæti um borð í fiskiskipum eða fiskvinnslum í landi. Við höfum hreinlætislausnir og hreinsiefni fyrir fiskvinnslufyrirtæki og útgerðir, auk þess höfum við áratuga reynslu og veitum sérfræðiráðgjöf og þjálfun þar sem við á.

Sápurnar frá ITRAM hafa fengið góðar viðtökur enda stendur ITRAM framarlega í vöruþróun, býður upp á mikinn stuðning og breiða vörulínu. Efnin frá ITRAM innihalda EKKI fjórgild ammoníumsambönd og fara vel með starfsfólk. Ensím sápurnar eru sérhannaðar til að fjarlægja biofilmu, en með því að fjarlægja biofilmuna er unnt að forðast örveruskot sem verður ef biofilman springur. Sápurnar eru með pH gildi 7 og mega því fara á alla fleti, þar með talið viðkvæma málma. Sápuna er unnt að fá bæði fyrir opna fleti og lokuð kerfi.

Að sjálfsögðu leggjum við mikla áherslu á að veita ávallt úrvals þjónustu, auk þess að útbúa þrifaplön, bjóða upp á kennslu og fræðslu og framkvæma þrifaúttektir fyrir viðskiptavini.

RBT – Residual Barrier Technology

Sótthreinsir fyrir DIS kerfi sem eyðir örverum, sveppagróðri, þörungum og bakteríum úr leiðslum og af yfirborði vinnslukerfa og gólfflata.

RBT eykur öryggi, hreinlæti, líftíma, minnkar rekstrarkostnað og sparar tíma við þrif.

Sleipt eða hált yfirborð getur valdið slysum í vinnslusölum eða á baðstöðum. Slím og sveppagróður veldur því að gólf getur orðið hált og hættulegt. Með RBT tækninni má koma í veg fyrir að örverugróðurinn fái tækifæri til þess að menga yfirborðið. Á þann hátt eykur þú öryggi starfsmanna eða gesta, gólfin verða hreinni og endast lengur. Þar að auki minnkar rekstrarkostnaður og tími við þrif styttist.

RBT tæknin hefur verið notuð á áhrifaríkan hátt við sótthreinsun á íþróttamannvirkjum og leikvöllum svo nokkuð sé nefnt, en hentar einnig vel á trégólf. Á gerfigrasi og gúmmígólfum vill oft safnast þörungagróður sem gerir yfirborðið sleipt og hættulegt. Með því að úða RBT yfir svæðið má koma í veg fyrir slys.

RBT drepur örverur en er algjörlega skaðlaust fyrir menn og dýr. Það er hættulaust fyrir notendur og er vottað af breska Umhverfisráðuneytinu. Það eyðir biofilmu og viðheldur yfirborðinu hreinu og án örvera í vikur og jafnvel mánuði eftir notkun.

rbt logo

 

Oleonix Solutions – spara vatn, tíma og peninga

Spápurnar frá Oleonix spara vatn, tíma og peninga og henta vel fyrir DIS kerfi. Virkni þeirra er ólík því sem við höfum áður kynnst. Þær er óhætt að nota á ýmisskonar yfirborð og henta vel í matvælaiðnaði.  Þrifatíminn styttist og kostnaðurinn minnkar þar sem minna er notað af efnum, þau virka hraðar og betur.

Sápan vinnur vel á stáli, plasti, keramiki, gleri, gúmmíi, steypu, málmi, vinyl gólfum og nánast öllum yfirborðsefnum. Það þarf bara að finna rétta styrkleikann.

Oleonix logo

Úðabrúsar

 

Til þess að umhverfi okkar verði hreint er ekki nóg að hafa sápu og hraðar hendur. Ef ekkert vatn er fyrir hendi verður lítið um þrif og hreinlæti.  Staðsetning og umbúnaður ráða oft miklu um það hvernig best er að ná til óhreinindanna. Ráðgjafar Hreinlætislausna ehf. leiðbeina fúslega um val á búnaði til þess að sem bestur árangur náist.

Við bjóðum ýmsar dælur frá Tecnoma H20 Úðaralína Tecnoma 

Tecnoma

Einnota hanskar

Allogel Magenta Nitril hanskarnir fara vel með hendurnar, eru sterkir, veita vörn gegn smiti og valda ekki latex ofnæmi. Hanskarnir eru einstaklega þægilegir og mjúkir og fara afar vel á hendi. Einstök samsetning eykur vellíðan og minnkar þreytu í höndum. Áferð þeirra tryggir að þeir eru ekki sleipir, hvort sem þeir eru þurrir eða blautir. Þrátt fyrir öryggi eru þeir þunnir og veita höndunum næmi, þegar framkvæma þarf nákvæmnisverk og unnið er á viðkvæmum stöðum, t.d. við tannlækningar eða önnur læknisverk.

Innra birði Allogel hanskana er samsett úr þremur lögum, sem hvert um sig tryggir einstaka eiginleika þeirra:

  • Allantoin er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum plöntum, t.d. hveitikími. Eiginleikar efnisins eru græðandi, það gefur raka, er róandi og veldur ekki ertingu. Áhrif Allantoins gera húðina því mýkri og sveigjanlegri. Allantoin örvar frumuskiptingu, nærir og verndar húðina og örvar myndun heilbrigðs húðvefs með því að örva náttúrulega frumumyndun í húðinni.
  • Collagen er afar hreint efni  unnið úr sjávarafurðum. Collagen eykur rakainnihald húðarinnar en eiginleikar þess mynda einskonar rakverndandi hjúp. Virkni þess er jöfn við mismunandi sýrustig (pH).
  • Silicone hefur einstaka eiginleika. Þunnt lag silicones einangrar húðina frá gerviefnum hanskans, en það veitir einnig varnar hjúp sem eykur virkni rakans og annarra heilandi eiginleika Allantoins og Collagens fyrir hendur notandans.

Hanskarnir fást bleikir og bláir.

  1. magentahand

Hreinlæti skiptir máli

iStock_Ferskvatn_hondHreinlætislausnir veita ráðgjöf varðandi hreinlæti á vinnustöðum, meðferð hreinsiefna og notkun. Hver einstakur starfsmaður ber ábyrgð á því að hendur, fatnaður og búnaður sem kemst í snertingu við matvælin sé hreint og ómengað. Rétt notkun, meðferð og styrkur hreinsiefna er lykilatriði í árangri í baráttu við bakteríur og myndun bio-filmu.

Leitið upplýsinga hjá hreinlætisráðgjöfum okkar í síma eða með tölvupósti.

 

Ensímsápur

Sápurnar frá ITRAM hafa fengið afar góðar viðtökur, en ITRAM stendur framarlega í vöruþróun, býður upp á mikinn stuðning og breiða vörulínu. ITRAM vörurnar henta afar vel fyrir fisk- og kjötvinnslur og alls staðar þar sem matvara er meðhöndluð.

Hreinlætislausnir hafa um nokkurt skeið selt ensímsápur frá fyrirtækinu ITRAM á Spáni. Ensímsápurnar eru ætlaðar til að losna við biofilmu og hafa reynst gríðarlega vel. Í framhaldi af frábærum viðtökum við ensímsápunum hafa Hreinlætislausnir  nú aukið vöruvalið frá ITRAM og selja nú sápur frá ITRAM fyrir öll dagleg þrif matvælafyrirtækja, froðueyði og sótthreinsi. ITRAM vörurnar voru valdar að vel athuguðu máli, en þær innihalda ekki fjórgild ammoníumsambönd. Hafið samband við ráðgjafa okkar eða leitið frekari upplýsingar á slóðinni  http://www.itramhigiene.com/en/

Biosapur