Ráðgjöf og þjálfun

Sérfræðingar Hreinlætislausna veita faglega ráðgjöf um hreinlæti í matvælavinnslum, en rétt vinnubrögð og rétt notkun hreinsiefna eru lykilatriði í matvælaframleiðslu. Þá er mikilvægt að vinna gegn smitleiðum í framleiðslunni til þess að koma í veg fyrir krossmengun í matvælum og koma í veg fyrir bakteríu- og veirusmit. Sérfræðingar okkar fara yfir alla snertifleti í vinnslunni og setja upp þrifaáætlun og fara yfir vinnuferla með viðskiptavinum okkar.

Starfsmenn Hreinlætislausna búa yfir áratuga reynslu og aðstoða með val á efnum og veita ráðgjöf varðandi þrif og notkun, þar sem rétt notkun þeirra skiptir höfuðmáli.

Sérstök áhersla er lögð á að veita góða þjónustu, bjóða upp á kennslu og fræðslu og framkvæma auk þess þrifaúttektir fyrir viðskiptavini þegar þess er óskað.

Skildu eftir svar