HORECA – Matvælaöryggi

EldhusnetÍ umhverfi okkar er fjöldinn allur af bakteríum og því er afar mikilvægt að halda yfirborði, áhöldum og ekki síst okkur sjálfum ávallt tandur hreinum. Sérfræðingar Hreinlætislausna veita ráðgjöf varðandi þrif, val á hreinsiefnum og aðferðum sem henta hverjum stað, en rétt vinnubrögð og rétt notkun hreinsiefna eru lykilatriði í matvælaframleiðslu.

Þá er mikilvægt að vinna gegn smitleiðum í framleiðslunni til þess að koma í veg fyrir krossmengun í matvælum og koma í veg fyrir bakteríu- og veirusmit. Við matreiðslu getur verið gagnlegt að hafa t.d. Pro-Clean pinna við höndina til þess að fylgjast með árangri þrifa o.fl.

Sérstök áhersla er lögð á að veita góða þjónustu, bjóða upp á kennslu og fræðslu og framkvæma auk þess þrifaúttektir fyrir viðskiptavini þegar þess er óskað.

Skildu eftir svar