Einnota hanskar

Allogel Magenta Nitril hanskarnir fara vel með hendurnar, eru sterkir, veita vörn gegn smiti og valda ekki latex ofnæmi. Hanskarnir eru einstaklega þægilegir og mjúkir og fara afar vel á hendi. Einstök samsetning eykur vellíðan og minnkar þreytu í höndum. Áferð þeirra tryggir að þeir eru ekki sleipir, hvort sem þeir eru þurrir eða blautir. Þrátt fyrir öryggi eru þeir þunnir og veita höndunum næmi, þegar framkvæma þarf nákvæmnisverk og unnið er á viðkvæmum stöðum, t.d. við tannlækningar eða önnur læknisverk.

Innra birði Allogel hanskana er samsett úr þremur lögum, sem hvert um sig tryggir einstaka eiginleika þeirra:

  • Allantoin er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum plöntum, t.d. hveitikími. Eiginleikar efnisins eru græðandi, það gefur raka, er róandi og veldur ekki ertingu. Áhrif Allantoins gera húðina því mýkri og sveigjanlegri. Allantoin örvar frumuskiptingu, nærir og verndar húðina og örvar myndun heilbrigðs húðvefs með því að örva náttúrulega frumumyndun í húðinni.
  • Collagen er afar hreint efni  unnið úr sjávarafurðum. Collagen eykur rakainnihald húðarinnar en eiginleikar þess mynda einskonar rakverndandi hjúp. Virkni þess er jöfn við mismunandi sýrustig (pH).
  • Silicone hefur einstaka eiginleika. Þunnt lag silicones einangrar húðina frá gerviefnum hanskans, en það veitir einnig varnar hjúp sem eykur virkni rakans og annarra heilandi eiginleika Allantoins og Collagens fyrir hendur notandans.

Hanskarnir fást bleikir og bláir.

  1. magentahand

Skildu eftir svar